Um okkur;

Útfarakór Reykjavíkur var stofnaður 2022 sérstaklega með söng við útfarir í huga og við aðlögum okkur að hverri útför hverju sinni. Kórinn er einungis skipaður söngmenntuðu fólki sem allt hefur reynslu af kórsöng og söng við útfarir í áraraðir.
Við myndum hópa af öllu tagi; dúett, blandaðan kór, kvennakór eða karlakór og getum komið til móts við flestar ef ekki allar óskir aðstandenda um tónlist og stíl.
Stofnendur og eigendur eru Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Jón Svavar Jósefsson – utfarakorinn@gmail.com


Við vöndum okkur við að uppfylla óskir aðstandenda hvað tónlist varðar.

Einkunarorð okkar eru einlægni, virðing og hlýja.

Gamla merkið okkar, en hið nýja hér ofar á síðunni gerði Soffí Árnadóttir